Thursday Sep 19, 2024
#0059 Players Handbook 2024 með Reglubókaklúbbnum
Þátturinn er í boði Quest Portal og Malbygg
Það er glæný reglubók á leiðinni. Uppfærð og endurbætt handbók fyrir spilara D&D. Eða er hún kannski ekki svo endurbætt? Er bara gamla góða best, eða var þar eitthvað sem þurfti að laga? Vantar reglur um hvernig maður prjónar peysu? Eða er bara verið að flækja hlutina? Og hversu mikil gæði eru í pappírnum í nýju bókinni?
Við fáum góða gesti úr Reglubókaklúbbnum í heimsókn, þá Þorstein Mar, Helga Má og Ólaf Björn. Unnur Helga var því miður vant við látin, væntanlega að gera einhverja snilld annarstaðar. Með þeirra hjálp förum við í gegnum nýju bókina og ræðum kosti og galla þessarar nýjustu breytinga í heimi dreka og dýflissa.
Endilega takið þátt í umræðum og segið ykkar skoðun í hópnum okkar á Facebook:
www.facebook.com/groups/svortutungurnar
– Mættir frá tungunum eru: Hlynur, Lúlli og Tryggvi
– Tónlist:
– Flytjandi: Scorching Ray Taylor