Saturday Oct 19, 2024
#0064 Einn bolti tvær kleinur og einn sprunginn vindill
Þátturinn er í boði Quest Portal og Malbygg
Hvaða ævintýri hafið þið spilað? Eru margar ósagðar sögur við þitt spilaborð? Náum við alltaf að klára þau ævintýri sem við leggjum af stað með? Og hvers vegna hljómar íslenskt útvarpsfólk alltaf eins?
Í þessum þætti efna Svörtu Tungurnar gefin loforð. Við fjöllum um svaðilfarir okkar í geimævintýrinu "Geimlæknar án landamæra" sem fjallað var einnig um í þætti #0039. Við rýnum enn frekar í spilakerfið GURPS (eða Generic Universal Roleplaying System, býsna töff ekki satt?) og undirbúum spilið sem mun eiga sér stað eftir að þætti lýkur.
Fjallmyndarlegur flugmaður og sjarmatröll, djammfíkinn læknir, smávaxinn sálfræðingur með reiðivandamál, kynsveltur skordýrafræðingur, vélmenni með klofinn persónuleika og blæti fyrir framandi dýralífi, ásamt vógonskum lögfræðingi sem eirir engu til að bókstafur laganna nái að standa sem fastast.
Og hvað í ósköpunum eiga þau að gera til að losna af plánetu þar sem sóðaskapur er dauðasynd?
Endilega takið þátt í umræðum og segið ykkar skoðun í hópnum okkar á Facebook:
www.facebook.com/groups/svortutungurnar
– Mættir eru: Hannes, Hjörtur, Hlynur og Lúlli
– Tónlist: Hypnotic Pattern
– Flytjandi: Scorching Ray Taylor