
Saturday Feb 08, 2025
#0075 Siðareglur spunaspila
Þátturinn er í boði Quest Portal og Malbygg
Hvernig á að haga sér við spilaborðið? Hver eru mörkin milli frjáls spuna og siðahafta? Er allt í boði? Eða eru einhverjar óskrifaðar reglur sem verður að fylgja svo spilakvöldið leysist ekki upp í grát og gnístan tanna?
Í þessu innslagi ræða Svörtu Tungurnar um hvaða lögmál eru í gildi þegar spila skal spunaspil, utan regluverks spilsins sjálfs. Hvað ber að varast í samskiptum milli spilara og hvað er boðlegt fyrir persónu þína að gera, eða ekki gera, í heimi spilsins.
Endilega takið þátt í umræðum og segið ykkar skoðun í hópnum okkar á Facebook:
www.facebook.com/groups/svortutungurnar
– Mættir eru: Hilmir, Hjörtur og Lúlli
– Tónlist: Moonbeam
– Flytjandi: Scorching Ray Taylor