Saturday Oct 05, 2024
#0062 Lífsleikni og spunaspil
Þátturinn er í boði Quest Portal og Malbygg
Hvað er málið með Dani? Hvernig virkar spilið Rýtingar í rökkri, eða "Blades in the Dark"? Hverjir eru með ADHD og hverjir ekki? Og er eitthvað vit í því að vera endalaust að spila eitthvað svona spunaspil?
Í þessum þætti fara Svörtu Tungurnar yfir víðan völl en tekst þó á endanum að fjalla lauslega um hvað það er sem við mögulega getum lært af því að spila spunaspil. Hvaða lexíur verða til við spilaborðið? Hvers konar hæfni eða kunnátta er það sem myndast við spilun af þessu tagi? Er einhver þjálfun við spunaspil sem getur gagnast manni í daglegu lífi?
Og hver er eiginlega staðan á málefnum andlegrar heilsu á norðurlöndum?
Endilega takið þátt í umræðum og segið ykkar skoðun í hópnum okkar á Facebook:
www.facebook.com/groups/svortutungurnar
– Mættir eru: Bibbi, Bjössi og Hjörtur
– Tónlist: Crown of Madness
– Flytjandi: Scorching Ray Taylor