Svörtu tungurnar

Spilahópurinn Svörtu tungurnar talar um spunaspil. Þátturinn er tekinn upp í hvert skipti áður en við setjumst við spil í Svörtuloftum.

Listen on:

  • Podbean App

Episodes

#0008 Álfur eða sjálfur?

Saturday Apr 08, 2023

Saturday Apr 08, 2023

Hver ert þú í þínu spunaspil? Skaparðu karakter sem er ýkt útgáfa af þér, eða ferðu langt út fyrir formið og býrð til eitthvað allt annað? Ætlaðirðu mögulega að gera það fyrra en lendir alltaf í því seinna?Þátturinn er í boði Sjóvá og framleiddur af Hljóðkirkjunni.Þetta málefni var tekið af umræðugrúppunni á Facebook þar sem hlustendur geta stungið upp á málefnum sem tekin verða fyrir í þáttunum. – Mættir: Snæbjörn, Tryggvi, Hlynur, Hjörtur – Tónlist: Frost Fingers – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

#0007 Að vera eða ekki vera?

Saturday Apr 01, 2023

Saturday Apr 01, 2023

Hvað á að gera þegar ekki allir spilarar komast? Á að spila eitthvað annað, eða á að halda áfram með framhaldssöguna? Og ef það er gert, hvernig fer þá með persónu spilarans? Hvað með félagslega þáttinn? Er í lagi að láta vita með hálftíma fyrirvara? Hvað með stjórnandann sem eyddi allri vikunni í að skrifa, þýða, teikna, mála, prenta og plasta?
 
Þetta málefni var tekið af umræðugrúppunni á Facebook þar sem hlustendur geta stungið upp á málefnum sem tekin verða fyrir í þáttunum. – Mættir: Snæbjörn, Tryggvi, Hlynur, Hjörtur – Tónlist: Prayer of Healing – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

#0006 Spila eða stjórna?

Saturday Mar 25, 2023

Saturday Mar 25, 2023

Hver er hinn eiginlegi munur því að spila og stjórna? Er annað göfugra en hitt? Er sanngjarnt að mesti undirbúningurinn lendi á einni manneskju eða eru verðlaunin nógu stór? Hvort er skemmtilegra? Hvert er hlutverk stjórnandans? Hversu mikið má spilari skipta sér af stjórnun spilsins? Þurfa öll að prófa bæði?
 
Hvort ert þú meiri spilari eða stjórnandi? Finndu umræðuhópinn okkar á Facebook og blandaðu þér í umræðuna. – Mættir: Tryggvi, Hlynur, Ólafur, Björn – Tónlist: Healing Word – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

#0005 Lúðalegt eða kúl?

Saturday Mar 18, 2023

Saturday Mar 18, 2023

Hvort er töff eða ótöff að spila spunaspil? Og skiptir það máli? Það skiptir í það minnsta nógu miklu máli til þess að hægt sé að gera heilan þátt um það og af nógu er að taka. Menn opinbera sig í þættinum og komast að niðurstöðu. LARP-samfélagið ætti að hlusta á þennan þátt því við erum með skilaboð/beiðni til þeirra.
 
Þetta málefni var tekið af Umræðugrúppunni á Facebook þar sem hlustendur geta stungið upp á málefnum sem tekin verða fyrir í þáttunum. – Mættir: Björn, Hjörtur, Hannes, Hilmir – Tónlist: Crusader's Mantle – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

#0004 Selt eða samið?

Saturday Mar 11, 2023

Saturday Mar 11, 2023

Ævintýri út úr búð eða innan úr heila stjórnandans og jafnvel spilahópsins? Nú, eða einhver blanda úr hvoru tveggja? Þinn eigin heimur eða eitthvað sem hefur orðið til hjá öðrum? Er meira ekta að spila sitt eigið eða er göfugt að halda sig innan veggja veraldar sem heimsbyggðin spilar? – Mættir: Snæbjörn, Hjörtur, Tryggvi, Hilmir – Tónlist: Toll the Dead – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

#0003 Líf eða dauði?

Saturday Mar 04, 2023

Saturday Mar 04, 2023

Hversu verðmætt er lífið í spunaspilum? Hvernig er að missa karakter sem spilari? Hvernig er að valda dauða karakters sem stjórnandi? Hvernig getur þetta skipt svona ógurlega miklu máli og hreyft við alvöru tilfinningum? Eigum við kannski öll að lifa endalaust? Og hvað varð um Arkadiuz Glod?ATH: Við athugun komumst við að þeirri niðurstöðu að umfjöllun um útgefin ævintýri hefði verið svolítið óvarleg og gæti spillt fyrir fólki sem á eftir að spila þessar sögur. Enda þótt spilliefnið hafi ekki verið alvarlegt tókum við á ákvörðun að blíbba út mögulega Höskulda. Við lærum af þessu og pössum okkur betur í framtíðinni. – Mættir: Tryggvi, Hlynur, Hjörtur, Hilmir – Tónlist: Radiance Of The Dawn – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

#0002 D&D eða allt hitt?

Saturday Feb 25, 2023

Saturday Feb 25, 2023

Er D&D drottning spunaspilanna? Hvað með öll hin kerfin þarna úti? Tungurnar ræða yfirburðastöðu D&D, fara yfir sína reynslu og velta við hverjum steini. Jú, og svo þurfti að ræða bókmenntafræði og haturslestur vondra bóka. – Mættir: Björn, Hannes, Hilmir, Snæbjörn – Tónlist: Arcane Eye – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

#0001 Spuni eða spil?

Saturday Feb 18, 2023

Saturday Feb 18, 2023

Svörtu tungurnar ræða muninn á því að spila með leikrænum tilburðum og tilfinningu eða með tölunum á blaðinu. Já, og líka hillur. – Mættir: Björn, Ólafur, Hjörtur, Snæbjörn – Tónlist: Wall Of Force – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125