Episodes

Saturday Sep 23, 2023
Saturday Sep 23, 2023
Þátturinn er í boði Quest Portal.Umræðuefni dagsins kemur frá hlustanda á umræðugrúppunni okkar: www.facebook.com/groups/svortutungurnarHjörtur Freyr Sæland segir: Er ánægjulegra að hafa háa statta og berjast við skrímsli og vondu kalla á hærra stigi eða er skemmtilegra að vera ræfill og að allt sé hættulegt?
Frábært umræðuefni og mjög skemmtilegar umræður. Og gríðarlega hátt spennustig vegna þess að framundan var fyrsta spilastund í nýrri Call of Cthulhu-marghleypu sem Hlynur og Tryggvi stjórna saman. Hvílík spilastund sem það var! Meira um það í næstu viku.
Sjóvá er bakhjarl Hljóðkirkjunnar.
– Mættir: Hannes, Hilmir, Ólafur, Snæbjörn
– Tónlist: Frostbite – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

Saturday Sep 16, 2023
Saturday Sep 16, 2023
Þátturinn er í boði Quest Portal.Þáttur vikunnar er upptaka frá Midgard þar sem Svörtu tungurnar tóku upp þátt frammi fyrir áhorfendum — á ensku. Umræðuefnið var tekið af umræðuhópnum á Facebook: Hittast á krá eða fara á stjá? Takk fyrir uppástunguna, Símon Böðvarsson!
Kærar þakkir Midgard, fyrir að bjóða okkur að vera með. Sjáumst á næsta ári!
Sjóvá er bakhjarl Hljóðkirkjunnar.
Ljósmynd: Gunnar Freyr Photography. Fleiri myndir hér: www.facebook.com/groups/svortutungurnar/posts/3169272473381629/
– Mættir: Björn, Hilmir, Hjörtur, Tryggvi
– Tónlist: Imprisonment – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

Saturday Sep 09, 2023
Saturday Sep 09, 2023
Þátturinn er í boði Quest Portal.Hrollvekjur eru aðalumræðuefni þáttarins. Hvenær er of langt gengið, hvað má og hvað má ekki? Hvað einkennir góðan horror? Og svo fórum við og gerðum nýjar personur í Call of Cthlulhu.
Sjóvá er bakhjarl Hljóðkirkjunnar.
– Mættir: Hilmir, Hjörtur, Hlynur, Ólafur
– Tónlist: Calm Emotions – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

Saturday Sep 02, 2023
Saturday Sep 02, 2023
Þátturinn er í boði Quest Portal.Á áfengi heima við spilaborðið (og jafnvel aðrir vímugjafar) eða bara alls ekki? Við fórum fullkomlega á trúnó í þættinum, sögðum reynslusögur og viðruðum óhreina þvottinn.
Sjóvá er bakhjarl Hljóðkirkjunnar.
– Mættir: Björn, Hlynur, Snæbjörn, Tryggvi
– Tónlist: Lesser Restoration – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

Saturday Aug 26, 2023
Saturday Aug 26, 2023
Þátturinn er í boði Quest Portal.Hversu hátíðlega eigum við almennt að taka okkur? Má hlæja og fíflast eða er þetta allt háalavarlegt? Að auki tókum við umræðuna um High Fantasy vs. Low Fantasy. Hvernig íslenskum við það? Háórar eða lágórar?Bjarni var gestur í þættinum.
Þetta málefni var tekið af umræðugrúppunni á Facebook. Endilega látið í ykkur heyra þar og komið með uppástungur.
Sjóvá er bakhjarl Hljóðkirkjunnar.
– Mættir: Bjarni, Hilmir, Snæbjörn, Tryggvi
– Tónlist: Message – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

Saturday Aug 19, 2023
Saturday Aug 19, 2023
Þátturinn er í boði Quest Portal.Hvort er meira gaman að halda áfram með söguna sem verið er að spila, eða byrja reglulega á einhverju upp á nýtt? Halda áfram með sömu persónur endalaust eða skipta reglulega um? Spila alltaf sama kerfið eða kynna sér nýjungar og spila allskonar og allt í kross?
Þetta málefni er í raun samblanda af fleiri en einu málefni sem lagt var til á umræðugrúppunni á Facebook. Endilega látið í ykkur heyra þar.
Sjóvá er bakhjarl Hljóðkirkjunnar.
– Mættir: Hannes, Snæbjörn, Tryggvi
– Tónlist: Gravity Sinkhole – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

Saturday Aug 12, 2023
Saturday Aug 12, 2023
Þátturinn er í boði Quest Portal.Galdrar eða vopn? Hvort viljum við halda flóknar spjaldskrár yfir galdrabækur eða sveifla bara sverðinu þar til einhver verður fyrir? Hvernig smitast þetta yfir í önnur kerfi en D&D? Eru galdrar raunverulega flóknari en vopn — eða hefur það breyst?Hlaðvarpið fyrir fyrsta spil eftir frí. Eftirvænting og slatti af galsa. Gaman.Sjóvá er bakhjarl Hljóðkirkjunnar.
– Mættir: Hannes, Hilmir, Hjörtur, Snæbjörn
– Tónlist: Heroism – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

Saturday Aug 05, 2023
Saturday Aug 05, 2023
Þátturinn er í boði Quest Portal.Fyrsti þáttur eftir sumarfrí og við fengum Bjarna og Lúlla í heimsókn. Þeir eru í spilahópnum sem deilir húsnæði með Svörtu tungunum, sjálfum Silfurskottunum!Frábært að koma til baka eftir sumarfrí. Takk fyrir að hlusta.
Sjóvá er bakhjarl Hljóðkirkjunnar.
– Mættir: Snæbjörn, Björn, Bjarni, Lúðvík
– Tónlist: Minor Illusion – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

Saturday Jun 24, 2023
Saturday Jun 24, 2023
Þátturinn er í boði Quest Portal.Skiptir máli hvort spilið snýst um handsprengjur eða töfrastafi? Henta ákveðnar leikmyndir betur en aðrar til spunaspilaiðkunar? Hvað með tímabil og söguheima? Vísindaskáldsögur og/eða miðaldafantasíur?
Síðasti þáttur fyrir sumarfrí. Heyrumst aftur í ágúst.Sjóvá er bakhjarl Hljóðkirkjunnar.Óáfengur Bríó frá Ölgerðinni er bakhjarl Hljóðkirkjunnar.
– Mættir: Björn, Hlynur, Hjörtur
– Tónlist: Enemies Abound – Flytjandi: Scorching Ray Taylor

Saturday Jun 17, 2023
Saturday Jun 17, 2023
Þátturinn er í boði Quest Portal.
Hvort viljum við safna reynslu við hvert smáatriði og fá umbun fyrir það smátt og smátt, eða fylgast að í einföldum stiga upp á við í boði stjórnandans?
Þetta málefni var tekið af umræðugrúppunni á Facebook þar sem hlustendur geta stungið upp á málefnum sem tekin verða fyrir í þáttunum.
Sjóvá er bakhjarl Hljóðkirkjunnar.
Óáfengur Bríó frá Ölgerðinni er bakhjarl Hljóðkirkjunnar.
– Mættir: Björn, Hlynur, Hjörtur
– Tónlist: Mind Blank
– Flytjandi: Scorching Ray Taylor